Mývatnshringurinn.png

MÝVATNSHRINGURINN

Mývatnshringurinn er fyrsta hjólreiðakeppnin við Mývatn! Leiðin er 42,2 km og malbikuð. Keppt er í almennings flokki og keppnin hentar öllum áhugasömum um götuhjólreiðar. Við hvetjum keppnisfólk jafnt sem fjölskyldur og vinahópa til að hjóla saman þessa stórbrotnu leið. Rafmagnshjól eru leyfð en skráður tími þeirra telst ekki með til úrslita.

Ræst frá Jarðböðunum við Mývatn 27. Maí kl. 9:45! Hjólað er í hring umhverfis Mývatn og endað í Jarðböðunum aftur. Gert er ráð fyrir því að keppni ljúki kl.13:00 (tímataka er þó í gangi til kl. 16:00)

Þátttakendur fá skráðan tíma. Innifalið í skráningu eru drykkir og hamborgari við endamarkið og aðgangur í Jarðböðin við Mývatn!

Vegalengd: 42.2 km.
Ræsing: 09:45
Skráningargjald: 8.500,- kr

Hér er Mývatnshringurinn á Strava

ATH það er ekki búið að opna fyrir skráningu

SKRÁNING
Laxárhringurinn.png

LAXÁRHRINGURINN

Laxárhringurinn hefst við Jarðböðin og hjólað áleiðis að Skútustöðum eins og Mývatnshringurinn. Hjólað er yfir Mývatnsheiðina niður að Laugum og út Reykjadalinn. Þar er beygt í átt að Grenjaðarstað, að Laxárvirkjun og þaðan upp á Kísilveginn. Kísilvegurinn er hjólaður alla leið að Mývatni og upp að jarðböðum, alls 97 km!

Leiðin liggur upp á við seinni hluta leiðarinnar og er krefjandi.

Laxárhringurinn er hugsaður fyrir þá sem eru lengra komnir og þurfa meiri ögrun! Allir þátttakendur fá skráðan tíma. Innifalið í skráningu eru drykkir, bjór (fyrir þá sem hafa náð aldri) og hamborgari við endamarkið og aðgangur í Jarðböðin við Mývatn!

Vegalengd: 97 km.
Ræsing: 09:45
Skráningargjald: 11.500,- kr

ATH það er ekki búið að opna fyrir skráningu

SKRÁNING