MÝVATNSHRINGURINN - Almenningsmót!
Mývatnshringurinn, Mývatnsmaraþonið og Bikarmóti í Hjólreiðum verða haldin laugardaginn 25. maí 2024!
Búast má við aukinni umferð hjólreiðamanna við Mývatn laugardaginn 25. maí 2024. Mývatnshringurinn 2024 verður ræstur frá Jarðböðunum við Mývatn kl. 9:50 og mun töluverður fjöldi hjólreiðafólks hjóla umhverfis Mývatn, en á sama tíma fer líka fram Bikarmót í hjólreiðum í samvinnu við HFA. Keppnisleiðin endar í Jarðböðunum við Mývatn og gert er ráð fyrir því að keppninni ljúki um kl 13:00.
Mývatnshringurinn er fyrsta hjólreiðakeppnin við Mývatn en hjólað er á malbiki umhverfis vatnið eða 42.2km. Keppt er í almenningsflokki og keppnin hentar mjög vel öllum áhugasömum um götuhjólreiðar og við hvetjum eindregið keppnisfólk, fjölskyldur og vinahópa til að hjóla saman þessa stórbrotnu leið.
Mývatnshringurinn er hugsaður sem hjólreiðakeppni fyrir alla í stórbrotnu en samt þægilegu umhverfi. Allir þáttakendur fá skráðan tíma. Innifalið í skráningu er einnig aðgangur í Jarðböðin við Mývatn, hamborgari frá Hótel Laxá og bjór frá Mývatn Öl! Vinningar fyrir fyrstu 3. sætin.
Vegalengd: 42.2 km.
Dagsetning: 25. maí 2024
Ræsing: 09:50
Skráningargjald: 10.900kr fyrir fullorðna og 5.900kr fyrir börn (12-15 ára)
Ath. það má taka þátt á rafmagnshjóli en þau hjól teljast ekki til úrslita.
Hér er Mývatnshringurinn á Strava
Bikarmót í hjólreiðum!
Í samstarfi við Hólreiðafélag Akureyrar er Mývatnshringurinn orðin hluti af Bikarmóti Hjólreiðasambands Íslands! Í boði eru fjölbreyttir flokkar og keppnin hentar því öllum áhugasömum um götuhjólreiðar. Við hvetjum keppnisfólk jafnt sem fjölskyldur og vinahópa til að hjóla saman þessa stórbrotnu leið.
Ræst frá Jarðböðunum við Mývatn 25. maí! Hjólaðar eru mismunandi leiðir umhverfis Mývatn og endað í Jarðböðunum aftur. Gert er ráð fyrir því að keppni ljúki kl.13:00 (tímataka er þó í gangi til kl. 15:30).
Þátttakendur fá skráðan tíma. Innifalið í skráningu eru drykkir og hamborgari við endamarkið og aðgangur í Jarðböðin við Mývatn!
Fyrsta ræsing: 09:15
Skráning er hafin!
Tímar og leiðir:
138.53km
https://www.strava.com/routes/2971775264869490240
9:15 A-flokkur KK
98.18km
https://www.strava.com/routes/2971192963003621022
9:20 B-flokkur KK, Junior/U-19 KK (17-18 ára)
9:25 A-flokkur KVK
78.47km
https://www.strava.com/routes/2971780040002496064
9:30 B-flokkur KVK, Junior/U-19 KVK (17-18 ára)
42.42km
https://www.strava.com/routes/2971778873033877150
9:35 U-17 KK (15-16 ára)
9:40 U-17 KVK (15-16 ára)
9:45 U-15 KK og KVK (13-14 ára)
20km
10:30 U-13 KK og KVK (10-12 ára)