top of page

Mývatnsstofa áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum fyrirvaralaust.

  1. Mývatnsstofa ber ekki ábyrgð á heilsu þátttakenda í Mývatnshringnum né Laxárhringnum, hvorki á meðan keppninni stendur né í tengslum við hana. Þá ábyrgist Mývatnsstofa eða starfsfólk þess, sjálfboðaliðar og samstarfsaðilar ekki tjón, hvorki líkamlegt, andlegt né fjárhagslegt, sem þátttakendur verða fyrir vegna þátttöku í keppninni.

  2. Þátttökugjöld í Mývatnshringnum og Laxárhringnum eru ekki endurgreidd en hægt er að gera nafnabreytingu á skráningu á meðan rafræn skráning er opin. Ekki er hægt að geyma þátttökugjöld keppna fram á næsta ár.

  3. Ef Mývatnshringurinn eða Laxárhringurinn fer ekki fram vegna ófyrirsjáanlegra atburða, svo sem náttúruhamfara, veðurs o.s.frv., munu greidd þátttökugjöld í keppnina ekki verða endurgreidd.

  4. Allir þátttakendur í Mývatnshringnum og Laxárhringnum  eru á eigin ábyrgð. Börn eru á ábyrgð foreldra. Keppnisbrautin  er ekki lokuð umferð og því mikilvægt að sýna aðgát og fylgja almennum umferðarreglum.

  5. Þátttakendur skulu sýna öðrum keppendum og starfsfólki tillitsemi.

Búnaður

Allir keppendur skulu hjóla með reiðhjólahjálm á meðan á keppni stendur. Liggi-stýri, letingjar, TT-bars eða annar sambærilegur búnaður er bannaður í allri keppninni. Venjulegir stuttir stýrisendar (festir á enda fjallahjólastýris) eru leyfðir. Rafmagnshjól eru leyfð í Mývatnshringnum en teljast ekki með til úrslita. 

bottom of page