Skráning

Í þriðja sinn verður haldið utanvegarhlaup í Mývatnssveit, frá Dimmuborgum að Jarðböðunum við Mývatn þann 14. ágúst 2020.

Hlaupið er 9,4km langt í gegn um einstaka náttúru Dimmuborga, hraunið, hverfjallssandinn og endar svo við Jarðböðin við Mývatn.

Innifalið í þátttöku er flögutímataka, verðlaunapeningur, aðgangur í Jarðböðin við Mývatn og léttar veitingar í lok hlaups.
Fólksflutningur úr Jarðböðunum er ekki innifalinn.

Þátttökugjald: 6.900kr

Dagskrá:
16:45 - Mæting í Kaffi Borgir. Skráning opnar.

18:00 - Hlaup ræst. Hefst við inngang í Dimmuborgir (á bílastæði).