top of page

Í Mývatnssveit er rekin öflug ferðaþjónusta sem er byggð á gömlum og traustum grunni. Ferðamönnum býðst fjölbreytt þjónusta í gistingu, mat og afþreyingu.
 

Mývatnssveit er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Svæðið er þekkt fyrir náttúrufegurð, en eldsumbrot hafa mótað landslagið þar frá örófi alda.

Mývatn  er um 32 km2 að stærð. Það er mjög vogskorið og í því eru um 50 eyjar og hólmar. Meðaldýpi vatnsins er 2,5 m og mesta náttúrulega dýpi aðeins um 4 m. Lífríki Mývatns er einstætt og er nafn vatnsins dregið af þeim aragrúa mýs sem þar er. Talið að þar haldi sig fleiri andategundir en á nokkrum öðrum stað á jörðinni. Í Mývatnssveit er fjölbreytni í náttúrufari mikil og landslag sérstætt, enda mótað af miklum eldsumbrotum. 

​Nánari upplýsingar um svæðið er að finna á www.visitmyvatn.is 

IMG_4746.jpg
bottom of page