MÝVATNSHRINGURINN

Mývatnshringurinn er fyrsta hjólreiðakeppnin við Mývatn og var fyrst haldin árið 2021. Hjólað er á malbiki umhverfis vatnið eða 42.2km alls og er keppnin haldin samhliða Mývatnsmaraþoninu. Keppt er í almenningsflokki og keppnin hentar mjög vel öllum áhugasömum um götuhjólreiðar og við hvetjum eindregið keppnisfólk, fjölskyldur og vinahópa til að hjóla saman þessa stórbrotnu leið.

 

Mývatnshringurinn er hugsaður sem hjólreiðakeppni fyrir alla í stórbrotnu en samt þægilegu umhverfi. 

MývatnsmaraþonhringurinnKort.001.png